Stofnfundur fyrir nýtt hestamannafélag í Skagafirði

11. febrúar 2016

Stofnfundur Hestamannafélagsins Skagfirðings

 

Stofnfundur fyrir Hestamannafélagið Skagfirðing verður haldinn

í Tjarnarbæ þriðjudaginn 16. febrúar kl. 20:00

Dagskrá

  1. Fundarsetning
  2. Tilnefning fundarstjóra og fundarritara
  3. Gerð grein fyrir störfum sameiningarnefndar
  4. Samþykktir fyrir nýtt félag kynntar og afgreiddar
  5. Kosningar – aðalstjórn, varastjórn og skoðunarmenn
  6. Önnur mál

 

Hestamann í Skagafirði eru hvattir til að mæta

og taka þátt í þessum tímamótum í skagfirskri hestamennsku.

 

Sameiningarnefndin.

Ískaldar töltdívur

11. febrúar 2016

Ískaldar töltdívur

 

Mikil stemning er fyrir Ísköldum töltdívum og sjáum við fram á frábært mót til styrktar Landsliði Íslands í hestaíþróttum.

Glæsilegir aukavinningar verða í boði ásamt því að sigurvegari opins flokks hlýtur þátttökurétt á Allra sterkustu 26. mars næstkomandi.

Einnig verður glæsilegasta parið valið.

Í ár verða keppnisgreinarnar eftirfarandi:

*   T1 (Opinn flokkur)
*   T3 (Meira vanar)
*   T7 (Minna vanar)
*   T3 (Ungmennaflokkur (18-21 árs))

Keppnin hefst með forkeppni, að henni lokinni verður skemmtiatriði í hléi og svo taka úrslitin við.

Úrslitin hefjast kl. 20:00

Skráning er á http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add

Skráningargjaldið er kr. 6.000. Takmarkaður fjöldi skráninga!

Allur ágóði af mótinu fer til styrktar landsliði Íslands í hestaíþróttum sem keppir á Norðurlandamótinu í Biri í Noregi í sumar.

Landsliðsnefnd LH

Heyefnagreinig fyrir hestamenn

27. janúar 2016

Efnagreining ehf býður uppá heyefnagreiningar fyrir hestamenn.

        Heyefnagreining

Heyefnagreining 1. Prótein, tréni, meltanleiki (NIR greining) og útreiknaðar
fóðureiningar.                      Kostar 3500 kr. án vsk pr sýni.

Heyefnagreining 3. Prótein, tréni, meltanleiki og útreiknaðar fóðureiningar.
Kalsíum, magnesíum, kalí, natríum, fosfór, brennisteinn, járn, zink, kopar, mangan og
selen.                                   Kostar 8500.- kr. án vsk pr sýni.

Viðmið fyrir meðalgott hestahey fylgir með niðurstöðum.

Getum einnig útvegað leiðbeiningu ef óskað er en það kostar örlítið meira

(1000 kr. fyrir minni greiningu en 1500 kr. fyrir stærri).

 

Þið þurfið að senda okkur sýni fyrir 5. hvers mánaðar og við lofum niðurstöðum fyrir
20. hvers mánaðar. Gott er að sýnin séu 100-300 grömm (fer eftir hvað þau eru
blaut). Ekki er kostur fyrir okkur að fá of stór sýni, fyrir utan að þá verður
sendingarkostnaður fyrir ykkur meiri.
Setjið heysýnið í poka og bindið fyrir og sendið okkur í pósti. Ef um fleiri en eitt sýni
er að ræða frá sama aðila þarf að aðgreina sýnin. Sendið með upplýsingar um
eiganda, nafn, heimilisfang, kt, sími, tölvupóstfang og hvaða greiningu þið óskið eftir
að fá.

Við vonum sannarlega að hestamenn taki við sér og sendi okkur heysýni og það
skapist stemmning innan hestamannafélaga að senda okkur sýni. Við munum taka
saman hve mörg sýni berast frá hverju félagi í hverjum mánuði og ef sýni berast frá
10 % félagsmanna fá þeir aðilar 10 % afslátt af dýrari heyefnagreiningunni en hún
mun þá kosta 7650 kr. án vsk.

 

Blóðgreiningar.

Mikið hefur verið í umræðunni selenskortur í hestum og jafnvel járnskortur.
Getum greint í blóði bæði selen og járn en innifalið í þeirri mælingu er einnig
kalsíum, magnesíum, kalí, natrínum, fosfór, mangan, zink, kopar, kóbolt og
mólýbden. Blóðmæling kostar 7200.- kr. án vsk.

Sama gildir um blóðgreininguna að við keyrum blóðgreiningu einu sinni í mánuði,
setjum af stað keyrslu 5. hvers mánaðar og niðurstöður berast fyrir 20. hvers
mánaðar. Auðvelt er að geyma sýnin fryst.

Vinsamlega sendið sýnin til:
Efnagreining ehf
Ásvegi 4, Hvanneyri
311 Borgarnes
Nánari upplýsingar hjá Elísabetu í síma 6612629.

Reiðkennsla 2016

8. janúar 2016

Reiðkennsla 2016

Í janúar mun barna og unglingastarfið fara af stað með námskeið í Knapamerkjum

og reiðnámskeið fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna ef næg þáttaka fæst.

Aldurstakmark er 12 ára í Knapamerkjakennslu

Skráning með tölvupósti á netfangið lettfetar@gmail.com þar sem fram þarf að koma fullt nafn og aldur

  þátttakenda, getustig eða tiltaka Knapamerki ásamt upplýsingum um greiðanda.

 Skráningu lýkur fimmtudaginn 14.janúar

Almennt reiðnámskeið, 18.000kr

Knapamerki 1, 15.000 kr.

Knapamerki 2, 20.000 kr.

Knapamerki 3, 25.000 kr.

(prófkostnaður er ekki inn í þessu verði – lágmark 4 í hóp)

Kennt er á þriðjudögum og fimmtudögum og hefst kennsla þann 19.janúar.

*

*

Hægt er að skrá ennþá í knapamerki til 25.janúar

 

.

Reiðnámskeið fyrir börn,

Helgarstarfið, 15.000 kr – kenndar verða helgarnar

6.-7.febrúar

20.-21. febrúar  * ath breytt dagsetning

5.-6.mars

12.-13.mars

 

Æskulýðsnefndir hestamannafélaga í Skagafirði.

Guðrún Margrét, Rúnar Páll, Helga Rósa, Hafdís, Kristín, Rósa María

Frétt frá sameiningarnefnd.

23. nóvember 2015

 

 

Sameininganefnd Skagfirsku Hestamannafélaganna fundaði í dag.

Farið var yfir atkvæðagreiðslu á nafni hins nýja félags.

Niðurstaðan var sú að nafnið Fluga fékk flest atkvæði.

Mun hið nýja félag því bera nafnið Fluga.

Önnur vinna nefndarinnar gengur vel.

Margt þarf að skoða en flest mál eru þó að taka á sig skýrari mynd.

 

                                               Nefndin.

Æskulýðsstarfið veturinn 2015-2016

22. október 2015

Æskulýðsstarf hestamannafélaganna kynnir

 

Kynningarfundur með foreldrum á barnastarfi hestamannafélaganna verður

Þriðjudaginn 27.október nk. Kl 20:00 í Tjarnarbæ.

  • Helgarstarfið
  • Knapamerki 1,2 & 3
  • Óvissuferð
  • Æskan og hesturinn í Reykjavík

 

Hvetjum sem flesta, börn og foreldra að mæta

 

                               Stjórnin

Barna og unglingastarf !

13. október 2015

Barna og unglingastarf hestamannafélaganna í Skagafirði bjóða upp á kennslu í Knapamerki 1,2 og 3 í vetur.

Bóklegi hlutinn verður kenndur fyrir áramót og hefst 16. október en verklegi hlutinn byrjar 19. janúar.

Kennt verður á þriðjudögum og fimmtudögum. Samhliða knapamerkinu verður almenn kennsla fyrir vel hestfæra krakka 10 ára og eldri.

 

Skráningar fyrir bóklega hluta knapamerkisins sendis á netfangið lettfetar@gmail.com fyrir 10. okt nk.

 

Helgarstarfið verður á sínum stað fyrir byrjendur og lengra komna og hefst í febrúar.

Stóra ferð Léttfeta

4. ágúst 2015

Síðustu forvöð til að skrá sig í Hestaferð Léttfeta

Föstudaginn 7. ágúst verður lagt af stað í stóru ferðina svokölluðu.
Farið verður af stað um kl. 11 frá Stafnsrétt í Svartárdal og haldið upp
í Galtará. Daginn eftir verður riðið niður Gilhagadalinn og gist í
Gilhaga og á sunnudeginum haldið heim á leið og endar ferðin svo á
Vindheimamelum.
Skráning fyrir þriðjudaginn 4. ágúst hjá Palla Friðriks á netfangið
pilli@simnet.is eða í síma 8619842.

Nefndin

Tiltekt

19. maí 2015

 

 

 

Tiltektardagur í Flæðigerði.

Miðvikudaginn 20 maí höldum við tiltektardaginn heilagann

Mætum í Tjarnarbæ kl 18:00 þar sem verður skipt liði og hreinsum til í okkar hverfi

Gaman væri að sjá alla sem vetlingi geta valdið og taka þátt í að fegra umhverfið okkar.

                                                              Hverfisnefndin

Efri Mýrar og hólf !

7. maí 2015

ATH!!!

Búið er opna í Efri Mýrarhólf um

helgar og rauða daga.

Minnum á að hross á sköflum eru ekki æskileg.

Athugið að rafmagn verður sett á sunnudaginn 10.maí .

Vinsamlegast athugið girðingar svo ekki leiði út.

Hólfanefnd 🙂